Það var systir hennar sem sá hana síðast. Það var þegar hún fór að heiman til vinnu. Þá var Rebecca sofandi í herberginu sínu en stjúpbróðir þeirra var einnig heima. Því fóru böndin að beinast að honum og hvort hann hefði verið viðriðinn hvarf Rebecca.
Lögreglan tilkynnti á fimmtudaginn að einn hefði verið handtekinn vegna málsins og sé sá grunaður um morð. Bild segir að það sé stjúpbróðirinn sem hafi verið handtekinn. Bild segir að stjúpbróðirinn hafi sagt að hann hafi komið heim úr samkvæmi klukkan 05.45 og hafi litið inn til Rebecca klukkan 8.30 en þá hafi hún verið horfin.
Lögreglan hafði yfirheyrt hann margoft en nú virðist eitthvað hafa komið fram sem varð til þess að hann var handtekinn.
Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Rebecca hafi verið myrt en útilokar ekki að hún sé á lífi því lík hennar hefur ekki fundist.