fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Aðvörun frá heilbrigðisyfirvöldum – „Þetta mun kosta mannslíf“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. mars 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér viðvörun vegna mislingafaraldra sem herja víða um heim þessar vikurnar og gerðu allt síðasta ár. Stofnunin segir að „þetta muni kosta mannslíf“. Stofnunin gagnrýnir seinagang yfirvalda í mörgum ríkjum í baráttunni við mislinga og fyrir bólusetningum sem og andstöðu við bólusetningar en hún fer víða vaxandi.

WHO segir að mislingatilfellum hafi fjölgað um helming á síðasta ári miðað við 2017. Talið er að um 136.000 manns hafi látið lífið af völdum sjúkdómsins á síðasta ári. Börn eru stór hluti hinna smituðu og látnu.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, segir að það sé falleinkunn fyrir heimsbyggðina að í 98 ríkjum fjölgaði smittilfellum á síðasta ári.

„Þetta er ákall um að heimurinn vakni. Við eigum örugg, áhrifarík og tiltölulega ódýr bóluefni gegn þessum bráðsmitandi sjúkdómi. Bóluefni sem hefur bjargað næstum milljón mannslífum á síðustu tveimur áratugum.“

Segir Henrietta Fore hjá Unicef.

Það eru tíu ríki sem standa að baki þremur fjórðu hlutum aukningarinnar í smittilfellum segir WHO. Þeirra á meðal eru Frakkland, Úkraína, Filippseyjar og Brasilía.

Mislingar eru bráðsmitandi en auðvelt er að koma í veg fyrir þá með bólusetningum. Andstaða við bólusetningar hefur færst í aukana. Sífellt fleiri efast um ávinning bólusetninga og aðrir hafa án, nokkurra vísindalegra sannana, bent á að tengsl séu á milli bólusetninga og einhverfu.

WHO lýsti því yfir í síðasta mánuði að andstaða við bólusetningar væri á topp tíu listanum yfir mestu hætturnar sem steðja að lýðheilsu jarðarbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði