Líffræðingar frá Bicho D‘agua stofnuninni, sem eru áhugasamtök sem vinna á Marajo eyju, segja að hvalurinn hafi verið dauður þegar hann rak á land með sterkum straumi og aðfalli. Hann endaði för sína í fenjaviði um 15 metra frá ströndinni.
Um kálf er að ræða, um árs gamlan, 8 metra langan.
Nú er verið að rannsaka af hverju hvalurinn var svona langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum að vetrarlagi. Sýni hafa verið tekin úr hræinu til að reyna að komast að hver dánarorsök dýrsins var.
Það var mikið fuglager sem vísaði fólki á hræið en ólíklegt er að það hefði fundið ef fuglar hefðu ekki vísað á það.