fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Fyrrum Playboy-fyrirsæta fannst látin – Sagðist geta sannað að hópur frægra manna starfræki barnaníðingshring

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 05:59

Natacha Jaitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„AÐVÖRUN: Ég mun ekki fremja sjálfsvíg, ég tek ekki of mikið kókaín og drukkna í baðkari eða skýt mig. Ef það gerist, þá var það ekki ég. Geymið þetta tíst.“

Svona er Twitterfærsla frá Natacha Jaitt, fyrrum Playboy-fyrirsætu, frá því í apríl á síðasta ári. Hún skrifaði þetta eftir að henni höfðu borist hótanir en í kjölfar þeirra óttaðist hún um líf sitt.

Hún fannst látin um helgina í Buenos Aires í Argentínu. Hún var nakin en hún hafði verið í samkvæmi.

Jaitt óttaðist um líf sitt eftir að hún hafði í sjónvarpi ásakað marga þekkta stjórnmálamenn, fréttamenn, skemmtikrafta og íþróttastjörnur um að vera viðriðnir vændisstarfsemi þar sem börn og ungmenni væru seld. Hún sagði meðal annars að náinn vinur Frans páfa væri viðriðinn málið. Af þessum sökum skrifaði hún tístið til að vernda sjálfa sig.

Buenos Aires Times segir að Jaitt hafi tekið inn mikið magn af kókaíni og LSD í samkvæminu og hafi drukkið mikið kampavín.

Jaitt lést þegar líffæri hennar gátu ekki starfað lengur vegna vímuefnaneyslunnar. Engin merki um ofbeldi sáust á líkinu. Bróðir hennar telur samt sem áður að hún hafi verið myrt. Lögmaður hennar er sama sinnis. Lögreglan er því enn að rannsaka málið og yfirheyra aðra veislugesti.

Dauði hennar hefur vakið mikla athygli enda má segja að hún hafi sjálf spáð fyrir um hann í fyrrgreindu tísti sínu á síðasta ári. Samsæriskenningar hafa því farið á flug á samfélagsmiðlum í kjölfar andláts hennar.

„Hún vissi af þeirri hættu sem hún setti sig í. Ég er ekki mikill samsæriskenningamaður . . . En eigum við virkilega að trúa því að hún hafi ljóstrað upp um þetta og síðan bara tekið eigið líf á dularfullan hátt?“

Sagði einn Reddit-notandi og annar bætti við:

„Það hlýtur að vera erfitt að búa yfir upplýsingum um eitthvað svona alvarlegt og um leið svo viðkvæmt að fólk trúir þér kannski ekki og ef það gerir það þá getur þú verið drepinn. Það er eins og heimurinn verði sífellt dekkri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál