fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fundu milljónir í heimilistæki sem var sett í endurvinnslu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru tveir sjálfboðaliðar endurvinnslusamtakanna Spildopmagerne í Kalundborg í Danmörku á endurvinnslustöð þar í bæ. Þeir voru að fara yfir hluti sem fólk hafði sett í gám sem er ætlaður undir hluti sem fólk telur hægt að nota.

Meðal þess sem var í gámnum var heimilistæki eitt. Sjálfboðaliðarnir komust að þeirri niðurstöðu að það virkaði ekki og sendu það því til eyðileggingar. Þegar starfsmenn endurvinnslunnar voru að eyðileggja tækið blasti skyndilega við þeim mikill fjöldi peningaseðla. Lögreglunni var tilkynnt um málið og hefur hún auglýst eftir þeim sem skilaði heimilistækinu af sér með öllum þessum peningum í.

Lögreglan á Sjálandi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hversu mikið fé var um að ræða annað en að hér hafi verið meira en 100.000 danskar krónur en það svarar til rúmlega 1,8 milljóna íslenskra króna. Ekki er óvarlegt að ætla að upphæðin sé töluvert hærri en það. Þá hefur lögreglan ekki viljað upplýsa hvaða heimilistæki var um að ræða því þeir sem gera kröfu til peninganna verða að geta sagt til um upphæðina og í hvernig heimilistæki hún var falin.

Talið er að heimilistækinu hafi verið skilað í endurvinnslustöðina á fimmtudag í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“