fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ránið á Anne-Elisabeth – Eitthvað dramatískt átti sér stað í húsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 05:59

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan fann sterkar vísbendingar um að Anne-Elisabeth hefði verið rænt þegar heimili hennar var rannsakað í upphafi rannsóknar málsins. Inni á baðherbergi fundust greinileg ummerki um átök og síðan er að sjá að einhver, væntanlega Anne-Elisabeth, hafi verið dregin í gegnum húsið og út.

Vg.no skýrir frá þessu. Segir blaðið að ummerkin gefi ákveðna mynd af hvernig mannránið gæti hafa átt sér stað. Þau bendi til að mannræningjarnir hafi komið eldsnöggt inn í húsið, tekið Anne-Elisabeth, sem hafi verið inni á baði, og farið hratt með hana út.

Ummerkin í húsinu eru eitt það fyrsta sem Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth benti lögreglunni á þegar hann tilkynnti um hvarf hennar segir vg.no.

Norska ríkisútvarpið segir að ummerkin inni á baði séu þess eðlis að þau bendi til að eitthvað dramatískt hafi átt sér stað í húsinu.

Lögreglan hefur sagt að hún hafi fundið lífsýni í húsinu en hefur ekki skýrt nánar frá hvað kom út úr rannsóknum á þeim.

Tom Hagen er einn auðugasti maður Noregs. Anne-Elisabeth var rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október á síðasta ári, síðan þá hefur ekkert lífsmark borist frá henni. Miðar með kröfu um lausnargjald voru skildir eftir á heimili hjónanna. Krafist var greiðslu upp á 9 milljónir evra í rafmynt.

Mannræningjarnir, eða aðilar sem segjast hafa Anne-Elisabeth á sínu valdi, hafa verið í sambandi við fjölskyldu hennar eftir samskiptaleiðum sem eru erfiðar og erfitt að koma skilaboðum á milli auk þess sem um nær algjöra einstefnu er að ræða í samskiptunum því fjölskyldan verður að koma skilaboðum til hinna meintu mannræningja í gegnum fjölmiðla. Þeir hafa ekki enn sýnt fram á að Anne-Elisabeth sé á lífi.

Lögreglan virðist litlu nær um hver eða hverjir rændu Anne-Elisabeth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“