Fyrrum lögmaður Trump, Michael Cohen, kemur fyrir þingnefnd, undir forystu demókrata, í Washington D.C. á morgun og á morgun mun Robert Mueller, sérstakur saksóknari, sem rannsakar meint tengsl forsetaframboðs Trump við Rússa, hugsanlega kynna niðurstöður rannsóknarinnar sem hefur staðið yfir í tvö ár.
„Miðvikudagurinn getur orðið eins og sprengja undir Donald Trump og lífi hans. Eftir fund númer tvö með Kim Jong-un telur Trump sjálfur að tilnefna eigi hann til Friðarverðlauna Nóbels. En á meðan forsetinn leiðir Jong-un er fræðilega mögulegt að synir hans verði handteknir í Washington D.C. Yfirheyrslan yfir Michael Cohen getur orðið sú vandræðalegasta á ferli forsetans.“
Sagði þáttastjórnandinn Rachel Maddow í þætti sínum The Rachel Maddow Show á NSNBC.
Jennifer Rubin, blaðamaður hjá Washington Post, er sömu skoðunar og Maddow og telur tímasetninguna enga tilviljun.
„Þetta er eins og að hafa Óskarsverðlaunin, Ofurskálina og kosningar á sama deginum. Trump vonast auðvitað til að beina athyglinni frá yfirheyrslunum yfir Cohen. Þetta verður barátta um áhorfendur og ekki síst athygli fjölmiðla.“