Þeir sem greindust með smit í gær eru ungir karlmenn frá Fjóni og Kaupmannahöfn. Fjónbúinn hafði umgengist smitaðan einstakling en ekki er vitað hvernig Kaupmannahafnarbúinn smitaðist. Í tveimur nýlegum smittilfellum smitaðist fólk á ferðalagi, einn átti í samskiptum við sýktan einstakling og tveir smituðust í Danmörku en ekki er vitað af hverjum.
Hefðbundin einkenni mislinga eru hár hiti, mikið kvef, rauð augu og hósti. Eftir nokkra daga á batavegi getur mikill hiti brotist út í sjúklingnum á nýjan leik og rauð útbrot sem byrja í andlitinu og breiðast út um líkamann.