fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hljóp hálfmaraþon eftir að dóttir hans tók eigið líf – „Vildi láta eitthvað jákvætt koma út úr hörmulegum missi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 19:00

Andy á hlaupum. Sophie á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Airey hljóp hálfmaraþon á laugardaginn í góðgerðarskyni. Hann ákvað að hlaupa hálfmaraþon eftir að dóttir hans, Sophie Airey, tók eigið líf í desember. Hún var 29 ára að aldri þegar hún lést.

Sky hefur eftir Airey að hann hafi verið „staðráðinn í að láta eitthvað jákvætt koma út úr hörmulegum missi“ og hafi því safnað peningum til góðgerðarmála.

Sophie hvarf að heiman í desember. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar. Hún hafði tekið eigið líf.

Fyrir maraþonið skrifaði Airey á fjáröflunarsíðuna að Sophie hafi verið skráð í Northumberland hálfmaraþonið þann 23. febrúar 2019.

„Það þarf auðvitað ekki að taka fram að hún mun ekki hlaupa það en eftir samtöl við skipuleggjendurna hefur verið ákveðið að ég hlaupi í hennar stað.“

Auk hans hlupu eiginmaður Sophie, bróðir hans og vinkona Sophie. Eiginmaðurinn hljóp heilt maraþon.

Airey fjölskyldan.

Airey náði að safna 20.000 pundum með hlaupinu og enn eru peningar að safnast inn og vonast hann til að komast í 23.000 pund. Peningarnir renna til Papyrus samtakanna sem vinna að forvörnum meðal ungs fólks til að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“