fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Handtekinn vegna 45 ára gamals morðmáls – Ný DNA-tækni kom lögreglunni á sporið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 22:00

Linda O'Keefe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1973 fannst Linda O‘Keefe, 11 ára, myrt í Newport Beach í Kaliforníu í Bandríkjunum. Hún hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og síðan kyrkt. Málið var óupplýst þar til nýlega að lögreglan handtók 72 ára kvæntan mann, sem er afi, vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa myrt Lindu. Það var ný tækni við DNA-rannsóknir sem nýttist lögreglunni og kom upp um manninn.

Denver Post segir að á þriðjudaginn í síðustu viku hafi James Neal, 72 ára, verið handtekinn í Colorado vegna málsins.

„Við gleymdum Lindu aldrei.“

Sagði Jon Lewis, lögreglustjóri í Newport Beach, á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um handtökuna.

Linda sást síðast á lífi þann 6. júlí 1973 þegar hún gekk heim úr skóla. Lík hennar fannst næsta dag en 45 ár liðu þar til meintur morðingi hennar var handtekinn.

James Neal er grunaður um morðið.

Neal bjó í Kaliforníu í byrjun áttunda áratugarins og starfaði við byggingarvinnu þegar Linda var myrt. Fljótlega eftir morðið flutti hann til Flórída og breytti nafni sínu. DNA fannst við lík Lindu en þegar tækninni fleygði fram og hægt var að rannsaka lífsýnið betur fannst engin svörun í gagnabönkum lögreglunnar.

En með nýrri aðferð, sem lögreglan hefur beitt mikið að undanförnu, tókst að hafa uppi á Neal. Í aðferðinni felst að lögreglan notar DNA-upplýsingar úr almennum gagnabönkum um erfða- og ættfræði til að finna fólk. Í janúar gaf DNA-sýnið svörun við sýni úr ættingja Neal og í framhaldinu komst lögreglan á spor hans.

Foreldrar Lindu eru látnir en systkinum hennar var strax tilkynnt um handtökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?