fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Saman unnu þeir 155 milljónir – Fékk áfall þegar hann leit í umslagið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikan var ótrúleg fyrir David Ortiz. Þessi fertugi mexíkói hafið fengið það hlutverk að vera kylfusveinn Matt Kuchar, eins þekktasta kylfings heims, á Mayakoba Golf Classic í Mexíkó í nóvember á síðasta ári. Ortiz tók við stöðu kylfusveinsins því sá sem sinnir því venjulega gat ekki verið með.

Samstarf Ortiz og Kuchar var með miklum ágætum þrátt fyrir að þeir þekktust ekki neitt fyrir mótið. Kuchar sigraði á mótinu og hirti fyrstu verðlaunin sem voru hvorki meira né minna en 1.296.000 Bandaríkjadalir en það svarar til um 155 milljóna íslenskra króna.

Það er venjan að kylfusveinar fái 10 prósent af vinningsupphæðinni en Ortiz átti þó ekki von á að fá svo mikið því hann hafði jú ekki þurft að greiða fyrir gistingu og flug því hann á heima nærri mótsstaðnum. Auk þess þekkti hann leikstíl Kuchar ekki nægilega vel til að geta veitt honum ráðgjöf um hvaða kylfur væri best að nota hverju sinni.

Ortiz fékk umslag frá Kuchar og opnaði það að sjálfsögðu. Óhætt er að segja að hann hafi misst andlitið þegar hann opnaði það því í því voru aðeins 5.000 dollarar en það svarar til um 600.000 íslenskra króna. Ortiz huggaði sig við að þetta hlyti að vera fyrirframgreiðsla og reiknaði með að fá meiri peninga síðar. En nei, það gerðist ekki.

Sendi tölvupóst

En þar sem engin frekari greiðsla barst sendi Oritz tölvupóst til Mark Steinberg umboðsmanns Kuchar. Ortiz getur aðeins skrifað á spænsku og notaði því Google Translate og fékk nokkra bandaríska golfara, sem komu í El Camaleon Golf Club þar sem hann starfar, til að lesa hann yfir áður en hann sendi hann. Ortiz hefur starfað í klúbbnum árum saman og lifað af þjórfénu sem gestirnir skilja eftir en hann er eins og margir Mexíkóar fátækur.

„Ég er auðmjúkur maður sem sér fyrir fjölskyldu sinni og vinn mikið. Ég sendi þér þennan póst til að fá aðstoð þína við að fá sanngjarnan hlut fyrir þá aðstoð sem ég veitti Matt þegar hann vann 1.296.000 dollara.“

Ortiz sagði að hann teldi 50.000 dollara vera sanngjarna upphæð en það svarar til tæplega fjögurra prósenta af vinningsupphæðinni.

Steinberg svaraði honum og sagði að hann gæti fengið 15.000 dollara. Því tilboði svaraði Ortiz og sagði að þá gætu þeir bara átt peningana sjálfir.

Orðrómur

Á meðan á þessu stóð fór orðrómur af stað um fátæka mexíkóska kylfusveininn sem fékk svona lítið greitt frá einum tekjuhæsta golfara heims. Í golfheiminum voru margir sem vildu ekki trúa þessu því Kuchar er vinsæll og vel liðinn og hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferli sínum.

En orðrómurinn var sannur og á endanum skýrði Ortiz frá málinu í fjölmiðlum. Kuchar staðfesti frásögn hans ískaldur. Hann sagðist telja að það hafi verið skýr samningur þeirra á milli um að Ortiz fengi að hámarki 4.000 dollara ef hann endaði á topp tíu á mótinu. Hann hefði því greitt honum 1.000 dollara aukalega.

Kuchar og Ortiz á golfvellinum.

En þessi ummæli hans voru honum ekki í hag hvað varðar almenningsálitið. Fólk taldi hann bara enn nískari en fyrsta útgáfan sögunnar gaf til kynna.

En Kuchar hafði meira um málið að segja því hann taldi að hann og Ortiz hefðu átt góða viku saman og að einhver hlyti að hafa hvíslað að Ortiz að hann ætti að reyna að fá meira.

„Fyrir mann sem þénar 200 dollara á viku eru 5.000 dollarar virkilega góð laun.“

Sagði hann í samtali við golf.com.

Þessi ummæli urðu til að málið sprakk gjörsamlega í loft upp og beint í andlitið á Kuchar.

Hann var sagður vera sjálfselskur og úr takti við raunveruleikann. Taldi hann virkilega að hann gæti leyft sér að borga Ortiz eitthvað smáræði af því að hann er fátækur?

Andúð

Í síðustu viku keppti Kuchar á Genesis Open í Riviera Country Club í Kaliforníu. Þá bar svo við að áhorfendur áreittu hann, hrópuðu að honum og höfðu fátt fallegt að segja um hann. Þetta er mikil breyting því Kuchar hefur alltaf verið mjög vinsæll meðal áhorfenda.

„Borgaðu manninum.“

„Nískupúki.“

„Áfram Kuch, ég held alltaf með skúrkinum.“

Var meðal þess sem áhorfendur hrópuðu að honum.

Eftir nokkra daga með þessu skipti Kuchar um skoðun. Hann sendi opinbera afsökunarbeiðni frá sér og kom 50.000 dollurum til Ortiz eins og hann hafði sjálfur nefnt að væri sanngjörn greiðsla.

„Í þessari viku hef ég látið óviðeigandi ummæli falla og gert slæma stöðu enn verri. Ég hefi brugðist mér sjálfum, fjölskyldu minni, félögum mínum og þeim sem standa mér nærri. En ég hef líka brugðist Ortiz.“

Sagði Kuchar.

En það eru ekki allir sem kaupa þessa afsökun Kuchar og þykir hún ekki koma frá hjartanu. Nokkrum dögum áður hafi hann ekki séð neitt athugavert við upphæðina en þremur dögum síðar hafi hann algjörlega skipt um skoðun. Allt sé þetta mjög ótrúverðugt og lykti af verkum almannatengla. Enginn skipti svo svakalega um skoðun á nokkrum dögum. Þá hefur verið haft á orði að þrátt fyrir að 50.000 dollarar séu ágætis upphæð þá sé þetta frekar í lægri kantinum miðað við það sem gerist í golfheiminum.

Ljóst er að ímynd Kuchar hefur beðið hnekki vegna málsins og hans verður ekki minnst sem góðs og örláts manns. Það er rispa á yfirborðinu og hún hverfur ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í