fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Konuhöfuð fannst í ruslapoka – Hryllileg skilaboð á miða við hlið þess

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 05:58

Susana Carreras. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru engin ný tíðindi að ofbeldisverk séu framin í Mexíkó en morðtíðnin þar er ótrúlega há og fer hækkandi ef eitthvað er. Morðin eru talin í tugum þúsunda á ári hverju. Morðmál þurfa því eiginlega að vera ansi sérstök til að vekja athygli þar í landi. Það á við um málið sem hér er sagt frá.

Í síðustu viku fannst kvenmannshöfuð í ruslapoka. Við hlið höfuðsins var miði með eftirfarandi skilaboðum: „Hún var myrt af því að maðurinn hennar vildi ekki greiða lausnargjaldið.“

Einnig stóð: „Þetta gerðist af því að maðurinn minn vildi vera töffari og ekki greiða lausnargjaldið.“

Konan sem um ræðir hét Susana Carrea. Höfuð hennar fannst á bílastæði í bænum Coatzacoalocos í Veracruz. Henni hafði verið rænt viku áður þegar hún var á leið til að sækja dóttur sína heim til vinar. New York Post skýrir frá þessu.

Á myndbandi, sem var birt á Twitter, sést Carrera fyrir utan hús vinarins. Skyndilega aka mannræningjarnir upp að henni og draga hana inn í bíl sinn.

Þeir kröfðust 4 milljóna pesos, sem jafngilda um 25 milljónum íslenskra króna í lausnargjald. Fjölskylda Carrera sagði í samtali við dagblaðið Heraldo de Mexico að hún hefði ekki efni á að greiða svona hátt lausnargjald.

Carrera og eiginmaður hennar eiga álfyrirtækið Pexaluminio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð