fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Grafalvarlegt ástand á Arlandaflugvellinum í Stokkhólmi – Glæpagengi stýra hluta starfseminnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 05:59

Arlanda flugvöllurinn í Stokkhólmi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri leynilegri lögregluskýrslu, sem sænska dagblaðið Expressen hefur komist yfir, kemur fram að mikil öryggisvandamál séu á Arlandaflugvellinum í Stokkhólmi. Í skýrslunni kemur fram að skipulögð glæpasamtök á borð við Hells Angels hafi mikil ítök á vellinum og stýri hluta starfsemi hans.

Fram kemur að „margir aðilar sem tengjast glæpagengjum“ séu í mikilvægum störfum á vellinum. Auk Hells Angels eru tvö önnur skipulögð glæpasamtök nefnd til sögunnar en öll tengjast þessi glæpasamtök fíkniefnaviðskiptum og fleiru.

Margir þeirra vinna við vopnaleit eða í farangursdeildinni. Því er velt upp að þetta geti veitt glæpasamtökunum gullið tækifæri til að koma hlutum (jafnvel vopnum) og fíkniefnum í gegnum flugvöllinn.

Hópur fullgildra meðlima í Hells Angels hefur til dæmis haft aðgang að flugbrautunum en leiðtogi þessa hóps var nýlega handtekinn eftir að „hafa pantað 30 kíló af kókaíni sem var smyglað flugleiðis frá Kólumbíu“ segir í skýrslunni.

Arlanda er stærsti flugvöllur Svíþjóðar en um 25 milljónir farþega fara um hann árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?