fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fyrsta spendýrategundin hefur orðið loftslagsbreytingum af mannavöldum að bráð – Er nú útdauð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 17:00

Bramble Cay melomys dó út árið 2019. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru örugglega ekki margir sem hafa heyrt um Bramble Cay melomys, sem eru eða öllu heldur voru lítil nagdýr. Þau lifðu á lítilli eyju nærri Papúa Nýju-Gíneu. En nú eru þessi litlu nagdýr útdauð og hafa öðlast þann vafasama heiður að vera fyrsta spendýrið sem varð hnattrænni hlýnun, af mannavöldum, að bráð.

CNN skýrir frá þessu.

Eyjan, sem dýrin bjuggu á, er aðeins fimm hektarar og liggur á milli Queensland í Ástralíu og Papúa Nýju-Gíneu. Á áttunda áratugnum voru mörg hundruð dýr af þessari tegund á eyjunni. 1992 hafði dýrunum fækkað mikið og yfirvöld lýstu tegundina í útrýmingarhættu.

2016 hafði ekkert dýr þessarar tegundar sést í 10 ár og því lýsti háskólinn í Queensland hana útdauða. Nú hafa áströlsk yfirvöld fylgt í fótspor háskólans og lýst tegundina opinberlega útdauða.

Í skýrslu háskólans í Queensland frá 2016 segir að útdauði tegundarinnar sé líklegast vegna hækkandi sjávarborðs sem hafi minnkað það landsvæði sem dýrin höfðu til að lifa á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu