Allir mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ráðist á sendiráðið. Þrír þeirra voru dæmdir í eins árs og níu mánaða fangelsi en sá fjórði var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. Auk þess var þeim öllum vísað úr landi og mega ekki snúa aftur til Danmerkur í 12 ár.
Danska ríkisútvarpið segir að margir ættingjar mannanna hafi verið í dómsal við dómsuppkvaðninguna og hafi dómurinn vakið sterk viðbrögð. Margir hafi grátið og virst miður sín.
Mennirnir tilheyra allir samfélagi Kúrda í Kaupmannahöfn.