Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty um ástandið í Venesúela. Samtökin segja að margir mótmælendur hafi verið skotnir til bana á fimm daga tímabili í lok janúar og um 900 hafi verið handteknir.
Amnesty hvetur Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til að taka málið upp með því að setja óháða rannsóknarnefnd á laggirnar.
Erika Guevara-Rosas, yfirmaður Amnesty í Bandaríkjunum, segir að stjórnvöld reyni að nota ótta og refsingar til að berja á þeim sem krefjast breytinga í Venesúela. Ráðist sé á fátækasta fólkið sem sé einmitt fólkið sem ríkisstjórnin segist vinna fyrir en þess í stað sé fólk drepið, handtekið og því ógnað.