fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þurfa að aflífa svo marga nautgripi að þeir óttast að verða uppiskroppa með skotfæri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 05:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar mikilla hita víða í Ástralíu á fyrstu vikum ársins hófust miklar rigningar. Þeim fylgdu mikil flóð. Í Queensland fóru um 200.000 ferkílómetrar lands undir vatn í kjölfar stanslausrar rigningar í sjö daga. Þá rigndi meira en gerir að jafnaði á einu og hálfu ári.

Gríðarlegur fjöldi nautgripa hefur drepist eða farið svo illa út úr þessum hamförum að bændur þurfa að aflífa þá. Bændur hafa því þurft að aflífa gríðarlegan fjölda dýra og sumstaðar hafa þeir óttast að verða uppiskroppa með skotfæri, slíkur er fjöldi dýranna sem þeir hafa þurft að aflífa.

Þeir þurfa að hafa hraðar hendur við að aflífa dýrin og urða því hitinn er kominn yfir 30 gráður og mikil smithætta er á ferðum af dauðu dýrunum. Hermenn hafa verið sendir á vettvang til að aðstoða við urðun dýranna.

Auk bústofna er líka óttast um afdrif villtra dýra á borð við kengúrur. Á stórum svæðum sjást engar lifandi kengúrur, aðeins dauðar. Líffræðingar óttast jafnvel að einhverjar tegundir hafi algjörlega horfið af sjónarsviðinu í þessum miklu hamförum. Ef það er rétt verður mun erfiðara fyrir vistkerfið að jafna sig.

https://www.facebook.com/robkatterMP/videos/2082006085431087/?t=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“