Norðurljósin myndast þegar hraðfleygar rafmagnaðar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðarinnar, yfirleitt í um 100 km hæð eftir því sem segir á Stjörnufræðivefnum. Úr þessu verður oft mikið sjónarspil.
Í texta við myndina skrifar NASA:
„Hefur þú einhverntíma séð dreka á flugi? Þrátt fyrir að drekar séu ekki til í alvöru mynduðust risastór drekalaga norðurljós yfir Íslandi fyrr í mánuðinum.“
Síðan er útskýrt hvernig norðurljósin myndast af völdum rafmagnaðra agna frá sólinni.
Það sem þykir markverkt við þessi norðurljós er að þau voru þegar lítil virkni var í sólblettum sem þýðir að sólin sendi ekki eins mikið af rafmögnuðum ögnum frá sér eins og hún er vön.
„Engir sólblettir hafa birst á sólinni það sem af er febrúar sem gerir þessa hrífandi norðurljósavirkni svolítið undarlega.“
Segir á vef NASA.
En hvað sem því líður þá hljóta flestir að vera sammála um að myndin er stórkostleg.