USAToday skýrir frá þessu. Segir blaðið að nú hafi öryggistjóri svæðisins skýrt frá því að í tvo áratugi hafi þrjár fötur með úrani staðið á safninu án þess að nokkuð væri aðhafst með þær. Mjög líklegt megi teljast að gestir safnsins hafi orðið fyrir geislun.
Föturnar voru fjarlægðar á síðasta ári en það er fyrst nú að skýrt er frá þessu eftir að öryggisstjórinn, Elston Stephenson, skýrði starfsfólki frá þessu í tölvupósti fyrr í mánuðinum.
Fram kemur í töluvpóstinum að geislunin hafi verið hærri en öryggismörk bandarísku kjarnorkumálastofnunarinnar segja til um að sé hættulaust.
Föturnar voru um hríð geymdar við hlið sýningar á uppstoppuðum dýrum en þangað komu skólabörn oft og sátu í allt að 30 mínútur á meðan þau horfðu á mynd. Þau urðu því fyrir geislun á meðan.
Stephenson segir að fullorðnir gætu hafa orðið fyrir 400 sinnum meiri geislun en öryggismörk kjarnorkustofnunarinnar segja til um og börn allt að 4.000 sinnum meiri geislun.