Lyfjastofnun segir stöðuna vera alvarlega. Unnið er að því hörðum höndum að bæta stöðuna en Steinar Madsen, hjá lyfjastofnuninni, sagði í samtali við VG að því miður væri hann svartsýnn og hætt sé við að vandinn sé kominn til að vera.
Eins og staðan er núna vantar um 200 tegundir lyfja í Noregi samkvæmt tölum lyfjastofnunarinnar. Í sumum tilfellum er þó hægt að fá önnur lyf, samheitalyf, sem gera sama gagn.
Madsen segir að aðalástæðan fyrir þessum lyfjaskorti sé að stór lyfjafyrirtæki selji framleiðsluréttin, á lyfjum sem þau hafa ekki lengur áhuga á, til minni fyrirtækja sem bjóði ekki upp á sama afhendingaröryggi.