fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Mannréttindadómstóll Evrópu segir ekkert athugavert við brottvísun „Bóksalans frá Brønshøj“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:00

Said Mansour betur þekktur sem bóksalinn frá Brønshøj.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar var Said Mansour, betur þekktur sem Bóksalinn frá Brønshøj, vísað frá Danmörku til Marokkó þaðan sem hann er. Tveir brottvísunardómar höfðu verið kveðnir upp yfir honum á liðnum árum en hann var sakfelldur fyrir að hvetja til hryðjuverka. Hæstiréttur svipti hann dönskum ríkisborgararétti 2016 og vísaði úr landi fyrir fullt og allt og á grunni þessa dóms var hann fluttur til Marokkó í janúar. Það var ekki gert fyrr því stjórnvöld þar í landi vildu framan af ekki taka við honum en skiptu um skoðun eftir langar samningaviðræður við dönsk stjórnvöld.

Lögmaður Mansour kvartaði yfir brottvísuninni til Mannréttindadómstólsins og taldi að brotið hefði verið á honum með brottvísuninni.  Hann taldi að brotið hefði verið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við pyntingum og benti á að stjórnvöld í Marokkó hefðu tvisvar farið fram á framsal hans vegna afbrota sem hann tengdist ekki. Auk þess taldi hann að hætta væri á að honum yrði refsað fyrir afbrot sem hann hefði þegar tekið út refsingu fyrir í Danmörku.

Í öðru lagi taldi hann að dómur Hæstaréttar frá 2016 stríddi gegn áttundu grein Mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt fólks til einka- og fjölskyldulífs.

Í þriðja lagi taldi hann að dómur stríddi gegn tíundu grein sáttmálans en hún kveður á um tjáningarfrelsi.

Dómurinn hafnaði öllum þessum röksemdum og voru allir dómararnir sammála um niðurstöðuna.

Mansour var handtekinn skömmu eftir komuna til Marokkó en hann er grunaður um aðild að hryðjuverki þar í landi. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?