fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Honda lokar bílaverksmiðju sinni á Englandi – Allt að 13.000 störf tapast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:30

Honda Civic. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski bílaframleiðandinn Honda staðfesti í morgun að verksmiðju fyrirtækisins í Swindon á Englandi verði lokað eftir tvö ár. Um 3.500 störf tapast þá í verksmiðjunni en auk þess er óttast að allt að 10.000 störf til viðbótar tapist en þau tengjast rekstri verksmiðjunnar á einn eða annan hátt.

Þingmenn eru svekktir og hissa á ákvörðun Honda og hafa hvatt fyrirtækið til að hugsa málið betur. Rúmlega 100.000 Honda Civic bílar eru framleiddir árlega í verksmiðjunni en þetta er eina verksmiðja Honda í ESB en hún hefur verið starfrækt í rúmlega 30 ár.

Sky segir að nokkrir þættir valdi því að ákveðið hafi verið að loka verksmiðjunni. Almennt sé eigi bílaiðnaðurinn í vök að verjast í Evrópu vegna minni bílasölu. Nýr viðskiptasamningur á milli ESB og Japan hafi haft í för með sér að tollar voru felldir niður á bílum frá Japan og því sé minni þörf fyrir framleiðslu í Evrópu. Þá er ekki talið útilokað að Brexit eigi hlut að máli.

Unite stéttarfélagið velkist ekki í neinum vafa um að Brexit eigi hér stærstan hlut að máli og segir í tilkynningu frá félaginu að sú óvissa sem ríkir um Brexit og hvernig Theresa May, forsætisráðherra, hefur tekið á Brexit sé ástæðan fyrir lokuninni. Talsmaður félagsins segir að Bretland megi illa við því að tapa þeim 3.500 störfum sem eru í verksmiðjunni en það séu sérhæfð störf þar sem góð laun séu í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift