Tilkynnt var um hvarf þyrlunnar skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Hún var á leið frá Røldal skíðasvæðinu til Karmøy. Flak þyrlunnar fannst skammt frá Røldal skíðasvæðinu að sögn lögreglunnar.
Lögreglan staðfesti á fjórða tímanum í nótt að þyrlan væri fundin. Það var áhöfn leitarþyrlu sem fann þyrluna og gat beint leitarmönnum að henni. Nú er verið að vinna að því að flytja lík fólksins niður úr fjallshlíðinni en um 15 manns koma að því verkefni.
Norska flugslysanefndin mun rannsaka málið ásamt lögreglunni.
Þyrlan tók á loft klukkan 14.30 en það var ekki fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi sem tilkynnt var um hvarf hennar en það voru ættingjar fólksins sem það gerðu.