fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fór Trump nú fram úr sjálfum sér með ósannindum? Tilnefndi hann sjálfan sig til Nóbelsverðlauna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 05:57

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu á föstudaginn sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eitt og annað sem vakti athygli. Sumt var þess eðlis að efasemdir vöknuðu um sannleiksgildi þess sem hann sagði. Meðal þess sem Trump sagði var að Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefði tilnefnt hann til friðarverðlauna Nóbels. Trump montaði sig af bréfi sem hann sagði Abe hafa skrifað til norsku Nóbelsnefndarinnar.

„Ef ég hefði ekki verið kjörinn forseti værum við núna í miðju stóru stríði við Norður-Kóreu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, lét mig fá afrit af þessu fallega bréfi sem hann skrifaði til þeirra, sem veita svolítið, sem heitir . . . . Nóbelsverðlaunin. „Það er mér mikill heiður að tilnefna þig fyrir hönd Japan,“ sagði Abe. Ég veitti þeim öryggi.“

Sagði Trump og fór ekki leynt með hversu ánægður hann var.

En fréttamenn, sem voru á staðnum keyptu þetta ekki allir hrátt og fóru að kafa ofan í málið. Fréttamenn Ashai.com hafa kannað málið og segir á vef blaðsins í dag að Shinzo Abe vilji hvorki játa né neita að hann hafi tilnefnt Trump til friðarverðlaunanna. Bæði japanskir og bandarískir fjölmiðlar hafa flutt af því fréttir að talsmenn Hvíta hússins hafi haft samband við Abe og beðið hann að tilnefna Trump til verðlaunanna.

New York Times hefur eftir Olav Njølstad, formanni Nóbelsnefndarinnar, að rétt sé að Trump hafi verið tilnefndur bæði 2017 og 2018.

„En innri rannsókn leiddi í ljós að báðar tilnefningarnar voru falskar og þar með ólöglegar. Í báðum tilfellum var það sami aðilinn, sem undir fölskum formerkjum, gaf sig út fyrir að vera fulltrúi þar til bærs tilnefningaraðila. Málið var því sent FBI til meðferðar.“

Huffington Post segir að það að FBI hafi verið sett í málið bendi til að sá sem tilnefndi Trump sé bandarískur. Blaðið segir það ekki beint en gefur í skyn að það hafi verið Trump sjálfur eða einhver honum tengdur sem tilnefndi hann til verðlaunanna í bæði skiptin. Það geta ekki allir sent inn tilnefningar til friðarverðlaunanna en þjóðhöfðingjar eru meðal þeirra sem það mega gera.

En Nóbelsverðlaunatilnefningar voru ekki það eina sem Trump ræddi á föstudaginn.

„Barack Obama sagði mér að hann hefði verið mjög nærri því að hefja stríð gegn Norður-Kóreu.“

Bob Woodward, sem er goðsögn í heimi blaðamanna, segir að sannleikurinn sé hins vegar allt annar. Obama hafi kannað möguleikann á að hræða Norður-Kóreu með að gera markvissar loftskeytaárásir á eldflaugaskotpall þar í landi. En þegar honum voru kynntar hugsanlegar afleiðingar slíkrar árásar hafi hann útilokað hernaðaraðgerðir.

„Eini forsetinn sem hefur árum saman talað um stríð gegn Norður-Kóreu er Trump sjálfur. Fullyrðing hans um áætlun Obama er fáránleg og bláköld lygi.“

Segir Woodward.

Þess utan eyddi Trump töluverðum tíma í að hneykslast á að Obama hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels og taldi hann þess ekki verðugan og hvað þá að hann hafi sjálfur vitað af hverju hann fékk verðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?