Kyodo News skýrði frá því um helgina að Tanaka sé á lífi og við ágæta heilsu. Hann býr í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, ásamt eiginkonu sinni og börnum. Reuters skýrir frá þessu. Kyodo News hefur heimildir fyrir þessu frá heimildamönnum í japanska stjórnkerfinu.
Shinzp Abe, forsætisráðherra Japan, hefur áður rætt rán Norður-Kóreumanna á japönskum ríkisborgurum en þeim var rænt til að flytja þá til Norður-Kóreu þar sem þeir áttu að hljóta þjálfun sem njósnarar.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu 2002 að þau hefðu látið ræna 13 Japönum á áttunda og níunda áratugnum. Fimm af þeim hefðu snúið aftur heim til Japan. Japönsk stjórnvöld telja hins vegar að Norður-Kórea hafi rænt 17 Japönum og að fimm þeirra stundi nú njósnir í Japan.
Norður-kóresk stjórnvöld segja að átta af þeim þrettán Japönum, sem var rænt, séu látnir og að fjórir hafi aldrei komið til Norður-Kóreu.
Tanaka þarf væntanlega ekki að reikna með að fá að yfirgefa Norður-Kóreu enda er ekki til siðs þar í landi að hleypa fólki úr landi enda gæti það þá uppgötvað að lífið þar í landi er allt annað en sæluvist.