fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

NASA ætlar að senda menn til tunglsins innan nokkurra ára

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 17:00

Alan B. Shepard Jr stillir mælitæki á tunglinu 1971. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst senda menn á nýjan leik til tunglsins en síðast stigu menn fæti þar 1972. Á þessu ári eru 50 ár liðin síðan Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Nú á að senda menn til tunglsins og koma upp varanlegri bækistöð þar.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti á síðasta ári nýja tilskipun um að NASA eigi að einbeita sér að tunglinu og nú hefur verkefninu verið flýtt að sögn AFP. NASA segir nú að menn verði sendir til tunglsins á nýjan leik 2028 og hefur óskað eftir aðstoð einkafyrirtækja við verkefnið.

„Það er mikilvægt að við förum aftur til tunglsins eins fljótt og unnt er. Þegar við förum næst til tunglsins er það til að vera þar. Við ætlum ekki að fara aftur og stinga niður fána og gera fótspor og fara síðan aftur heim og koma ekki aftur í 50 ár. Við förum með lendingarför, vélmenni og fólk.“

Segir Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA.

Stofnunin hefur beðið einkafyrirtæki um að senda inn tillögur að margnota lendingar- og flutningageimförum og lausnir á eldsneytisvandamálum. Frestur til að skila inn tillögum rennur út 25. Mars. NASA reiknar með að velja samstarfsaðila sína í maí. Í sumar verða svo gerðir samningar upp á 9 milljónir dollara um frekari rannsóknir.

William Gerstenmeier, sem stýrir þeirri deild NASA sem sinnir mönnuðum geimferðum, segir að verkefnið muni ganga hratt fyrir sig. Það þurfi að fá það besta og snjallasta úr þessum geira og frá alþjóðasamfélaginu til að þetta takist.

Hér sést Neil Armstrong á tunglinu. Mynd:NASA

Markmiðið er að gera tunglferðir sjálfbærar þannig að hægt sé að halda uppi reglulegum ferðum þangað. Einn liður í því er að NASA hyggst byggja geimstöð sem verður á braut um tunglið. Þar eiga geimfarar að geta stoppað við á leið sinni til tunglsins. Flutningaför eiga síðan að geta flutt lendingaförin til og frá braut sinni um tunglið og séð geimstöðinni fyrir eldsneyti.

Fyrsta reynsluferðin á að vera 2024 en þá á að senda ómannað geimfar til tunglsins en það á ekki að koma aftur til jarðar. Geimstöðin á að vera tilbúin 2026 og þá á að senda geimfara þangað og lendingarfar. Lendingarfarið verður síðan sent, mannlaust, til tunglsins og á síðan að snúa aftur til geimstöðvarinnar.

2028 á að senda fjóra geimfara til geimstöðvarinnar ásamt vistum, búnaði og eldsneyti. Síðan er ætlunin að þeir fari frá geimstöðinni til tunglsins. Áður á þó að senda að minnsta kosti 12 geimför með ýmsan búnað til tunglsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“