„S.O.S. frá Ourang Medan . . . Við eru á floti. Allir yfirmenn, þar á meðal skipstjórinn eru dánir í kortarýminu og brúnni. Líklegast er öll áhöfnin dáin . . .“
Svona hljóðaði Morse-neyðarsendingin frá skipinu. síðan komu nokkur ruglingsleg Morse-tákn og síðan tvö orð: „Ég dey.“
Eftir þetta heyrðist ekkert.
Þegar áhöfn Silver Star hafði tekist að finna skipið var enginn lifandi um borð. Lík voru út um allt skip, þar á meðal lík hunds. Líkin voru öll á bakinu og andlitin voru eins og frosin af skelfingu, munnar galopnir og augun störðu beint fram. Engir áverkar voru sjáanlegir á þeim. Loftskeytamaðurinn, sem sendi neyðarboðin, var í stól við loftskeytataækið og var andlit hans eins og á hinum líkunum, eins og frosið af skelfingu. Þegar áhöfn Silver Star var að koma taug á milli skipanna til að hægt væri að draga Ourang Medan til næstu hafnar gaus eldur skyndilega upp í skipinu og urðu skipverjarnir að yfirgefa það í skyndingu. Skömmu síðar sprakk Ourang Medan og sökk og því var ekki hægt að gera frekari rannsóknir um borð.
Í leynilegu minnisblaði frá bandarísku leyniþjónustunni CIA var neyðarkallinu og aðkomunni um borð lýst. Í minnisblaðinu kemur fram að CIA telji að málið geti tengst mörgum öðrum skipshvörfum á þessari mikilvægu og mikið notuðu siglingaleið. Minnisblaðið var gert opinbert 2013. Í því er því velt upp hvort áður óþekktar verur hafi átt hlut að máli.