fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Yfirmaður FBI segir að embættismenn hafi rætt hvernig ætti að koma Donald Trump úr embætti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 06:59

Donald Trump er iðinn við að koma sér í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew McCabe, fyrrum yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir að embættismenn, sem starfa náið með Donald Trump, forseta, hafi rætt möguleikann á að nota grein 25 í stjórnarskránni til að koma Trump úr embætti. Þetta hafi þeir gert nokkrum mánuðum eftir að Trump tók við embætti.

McCabe tók við stöðu yfirmanns FBI í stuttan tíma eftir að Trump rak James Comey úr embætti. McCabe skýrði frá þessu í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Þar sagði hann að fundir hafi verið haldnir í dómsmálaráðuneytinu um þetta.

Grein 25 í stjórnarskránni heimilar varaforsetanum og meirihluta hæstsettu embættismanna ríkisstjórnarinnar að víkja forsetanum úr embætti ef þeir telja hann ekki færan um að uppfylla skyldur sínar sem forseti.

McCabe sagði að þetta hafi verið rætt af alvöru eftir að Trump rak Comey úr embætti og rannsókn Robert Muellers, sérstaks saksóknara, á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa hófst. Háttsettir aðilar úr dómskerfinu eru sagðir hafa reynt að komast að hversu margir myndu styðja að Trump yrði settur af.

Rod Rosenstein, næstæðsti embættismaður dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa boðist til að bera falinn hljóðnema til að reyna að taka upp ef Trump segði eitthvað sem gæti unnið gegn honum. Rosenstein vísar þessu á bug og segir að umræðan um hljóðnemann hafi verið kaldhæðni. En þessi umræða er samt sögð hafa komið margoft upp og Rosenstein er sagður hafa rætt þessa hugmynd við lögmenn FBI.

Trump er að vonum allt annað en sáttur við frásögn McCabe og sagði á Twitter að McCabe væri hneysa fyrir FBI og Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar