DV skýrði frá sjúkdómnum fyrr í vikunni. Fram kom að sjúkdómurinn hefur einnig greinst hjá hjartardýrum í Noregi. Fox News segir að hvorki sé hægt að bólusetja gegn honum né lækna hann.
Í síðustu viku varaði Michael Osterholm, hjá Minnesota háskóla, þingmenn og yfirvöld við hættunni sem stafar af sjúkdómnum, sem nefnist CWD. Hann segir að það þurfi að takast á við hann eins og lýðheilsusjúkdóm því hætt sé við að hann geti borist í menn innan fárra ára. Ekki er vitað til að fólk hafi smitast af honum enn sem komið er.
Osterholm segir að líklega muni sjúkdómurinn berast í fólk þegar það borðar sýkt kjöt.
„Hugsanlega mun mikill fjöldi fólks smitast og að ekki verði um einöngruð tilfelli að ræða.“
Sagði hann í samtali við Twin Cities Pioneer Press og bætti við:
„Ef Stephen King myndi skrifa skáldsögu um smitsjúkdóm myndi hann skrifa efni eins og þetta.“
Ástæðan fyrir að sjúkdómurinn er oft nefndur „uppvakningasjúkdómur“ er að einkenni hans líkjast þeim sem uppvakningar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sýna. Þar á meðal eru slef, stirt göngulag, skortur á samhæfingu, hræðast ekki fólk, árásargirni og dofi.