fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

48 ára karlmaður var í gær dæmdur í 18 ára fangelsi og vísað til heimalands síns frá Svíþjóð að afplánun lokinni. Það var undirréttur í Vänersborg, norðan við Gautaborg, sem kvað upp dóm yfir manninum, sem er frá Afganistan, í gær. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt 35 ára eiginkonu sína.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að Reza Ebrahimi hafi verið fundinn sekur um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana með hníf. Að auki var hann fundinn sekur um að hafa beitt tvö af fjórum börnum þeirra hjóna ofbeldi.

Það var eitt barna þeirra hjóna sem hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um morðið en börnin höfðu reynt að stöðva atlögu föður síns. Í dómsorði er áhersla lögð á að morðið hafi verið hrottalegt og hafi verið framið fyrir framan börnin.

Við flutning málsins sagði saksóknari að það að morðið hafi verið framið fyrir framan börnin ætti að verða til refsiþyngingar og því væri rétt að krefjast lífstíðarfangelsis yfir Ebrahimi.

Ástæðan fyrir morðinu er að sögn saksóknara að konan vildi skilja við Ebrahimi. Hún hafði áður sagt yfirvöldum að hún hafi verið neydd til að giftast honum þegar hún var unglingur. Í febrúar á síðasta ári tilkynnti hún innflytjendayfirvöldum að hún vildi skilja við Ebrahimi.

Fyrir dómi sagði vinkona hennar að hin myrta hefði kynnst öðrum manni, sem hún hafi orðið ástfangin af, og þau hafi tekið upp ástarsamband. Hún hafi viljað fara frá Ebrahimi og „lifa frjáls eins og sænsk kona“ segir Aftonbladet að vinkonan hafi sagt fyrir dómi.

Fjölskyldan kom til Svíþjóðar 2016 og sótti um hæli. Síðan hafa yfirvöld margoft verið í sambandi við konuna og börnin sem sögðu að Ebrahimi hafi haft í hótunum við þau og hafi beitt þau ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?