Þetta segir fjárfestirinn, goðsögnin og einn helsti sökudólgurinn hvað varðar margt að mati samsæriskenningasmiða, George Soros í grein í sem Project Syndicate birti undir fyrirsögninni: „Europe, please wake up.“ Hann er þarna að vísa til upplausnar Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugarins.
„Núverandi forsyta minnir á stjórnmálanefndina þegar Sovétríkin hrundu, hún heldur áfram að gefa fyrirmæli eins og það skipti einhverju máli lengur.“
Grein hans kemur á tíma þar sem mikil óvissa ríkir víða í ESB og má þar nefna útgöngu Breta úr sambandinu og óeirðir í Frakklandi en þær hafa staðið yfir vikum saman.
Soros segir að fyrsta skrefið til að koma í veg fyrir að ESB líði sömu örlög og Sovétríkin sé að viðurkenna bæði innri og ytri ógnir sem steðja að sambandinu.
Næsta skref er að vekja og virkja „sofandi meirihlutann sem styður ESB“ til að verja „þau gildi sem ESB var stofnað á“.
„Næsti mikilvægi vendipunktur eru kosningarnar til Evrópuþingsins í maí 2019. Því miður munu and-evrópsk öfl njóta ávinnings af kosningunum. Það eru nokkrar ástæður fyrir því, þar á meðal úrelta flokkskerfið, sem er í flestum Evrópuríkjum, sem veldur í raun að ómögulegt er að breyta sáttmálum ESB auk skorts á úrræðum til að refsa aðildarríkjum sem brjóta gegn grunngildum ESB.“