fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Goðsögnin sendir frá sér viðvörun – ESB getur endað eins og Sovétríkin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 22:00

George Soros.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Evrópa er eins og svefngengill á leið inn í gleymskuna og íbúar álfunnar verða að vakna áður en það er um seinan. Ef þeir gera það ekki endar ESB eins og Sovétríkin 1991. Hvorki leiðtogarnir né almenningur virðast skilja að við erum nú í miðju uppreisnartímabili.“

Þetta segir fjárfestirinn, goðsögnin og einn helsti sökudólgurinn hvað varðar margt að mati samsæriskenningasmiða, George Soros í grein í sem Project Syndicate birti undir fyrirsögninni: „Europe, please wake up.“ Hann er þarna að vísa til upplausnar Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugarins.

„Núverandi forsyta minnir á stjórnmálanefndina þegar Sovétríkin hrundu, hún heldur áfram að gefa fyrirmæli eins og það skipti einhverju máli lengur.“

Grein hans kemur á tíma þar sem mikil óvissa ríkir víða í ESB og má þar nefna útgöngu Breta úr sambandinu og óeirðir í Frakklandi en þær hafa staðið yfir vikum saman.

Soros segir að fyrsta skrefið til að koma í veg fyrir að ESB líði sömu örlög og Sovétríkin sé að viðurkenna bæði innri og ytri ógnir sem steðja að sambandinu.

Næsta skref er að vekja og virkja „sofandi meirihlutann sem styður ESB“ til að verja „þau gildi sem ESB var stofnað á“.

„Næsti mikilvægi vendipunktur eru kosningarnar til Evrópuþingsins í maí 2019. Því miður munu and-evrópsk öfl njóta ávinnings af kosningunum. Það eru nokkrar ástæður fyrir því, þar á meðal úrelta flokkskerfið, sem er í flestum Evrópuríkjum, sem veldur í raun að ómögulegt er að breyta sáttmálum ESB auk skorts á úrræðum til að refsa aðildarríkjum sem brjóta gegn grunngildum ESB.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“