fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB ber stóran hluta af ábyrgðinni á að evrópskur almenningur verður sífellt andsnúnari elítunni í álfunni. Þetta var meðal þess sem Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði á Evrópuþinginu í gær þegar hann viðraði skoðanir sínar á framtíð Evrópu.

Umræðan fór fram í framhaldi af þeirri sprengingu sem varð í síðustu viku í sambandi Ítalíu og Frakklands eftir að opinbert varð að margir meðlimir ítölsku ríkisstjórnarinnar styðja gulu vestin svokölluðu í Frakklandi en það er fjöldahreyfing sem hefur mótmælt stjórnvöldum og ýmsu í þjóðfélaginu undanfarna mánuði.

Conte sagði að nýliðnir atburðir tengist því sem hann telur vera stærstu áskoranir ESB. Sambandið hafi krafist efnahagslegra sparnaðaraðgera sem hafi dregið úr neyslu fólks og haft slæm áhrif. Á sama tíma hafi ESB fjarlægst almenning og gefið þá stefnu upp á bátinn að stjórnmál eigi að endurspegla vilja fólks og njóta stuðning þess. Stjórnmálamenn hafi fjarlægst almenning.

„Evrópubúar vilja að á þá sé hlustað.“

Sagði hann.

„En við eigum ekki að sætta okkur við að evrópskt samfélag verði sífellt reiðara. Við höfum horft framhjá þessari reiði og það getur endað með byltingu. Það eru vísbendingar um það í Evrópuríkjum.“

Sagði hann.

Conte sagði jafnframt að óánægja og vantraust ríki meðal Evrópubúa. Ríkisstjórn hans sé viðbrögð við þessari stöðu. Alltof lengi hafi ítalskir stjórnmálamenn ekki brugðist við áhyggjum almennings. Það sé mikilvægt að skilja það og ef maður sé ekki viss í sinni sök um þetta þá sé rétt að muna eftir Brexit.

Conte, sem er í forsæti ríkisstjórnar popúlistaflokka, lýsti einnig eftir samstöðu Evrópuríkja varðandi flóttamannamálin en Ítalir hafa árum saman lýst eftir samstöðu um skiptingu flóttamanna í álfunni. Hann sagði að ríki álfunnar hafi brugðist of seint við flóttamannamálunum og afleiðing þess sé að framþróun í álfunni veikist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?