fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Hafa afsannað timburmanna mýtuna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:30

Timburmenn eru hvimleiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú heyrt talað um að það sé betra að byrja á að drekka vín og fara síðan yfir í bjór til að forðast timburmenn? Þessi mýta á ekki við rök að styðjast ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar breskra og þýskra vísindamanna.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Fram kemur að hvort sem vín er drukkið á undan eða eftir bjór þá fylgi því hressilegir timburmenn.

90 manns á aldrinum 19 til 40 ára tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa.

Einn drakk hvítvín og því næst bjór.

Annar drakk bjór og síðan hvítvín.

Þriðja hópnum var síðan skipt í tvennt. Annar helmingurinn drakk bara vín en hinn bara bjór.

Áður en þátttakendur settust að sumbli fengu þeir kvöldverð sem hæfði þörfum hvers og eins.

Síðan hófst áfengisdrykkjan. Allir fengu sem svarar til 1,3 lítra bjórs og/eða fjögurra stórra hvítvínsglasa. Í lokin drukku allir þátttakendurnir eitt vatnsglas en magnið í því var sniðið að líkamsþyngd hvers og eins. Því næst var fólkið sent í rúmið.

Morguninn eftir voru timburmennirnir mældir með því að mat var lagt á ýmsa þætti, þar á meðal þorsta, svima, höfuðverk, þreytu, magaverki, hjartslátt og matarlyst.

Viku síðar var tilraunin endurtekin en nú höfðu þátttakendurnir skipt um hóp þannig að þeir drukku vín og bjór í fyrri tilrauninni drukku nú bjór og síðan vín og svo framvegis.

Eftir að farið hafði verið yfir öll gögnin gátu vísindamennirnir slegið því föstu að það skiptir engu máli í hvaða röð áfengið er innbyrt, timburmennirnir verða alveg jafn slæmir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“