fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Eftir 43 ára hlé – Auglýst eftir böðlum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauðarefsing hefur verið í gildi á Sri Lanka áratugum saman en henni hefur ekki verið beitt síðan 1976. 2014 sagði böðull landsins starfi sínu lausu án þess að hafa nokkru sinni hengt mann. Hann sagðist verða veikur í hvert sinn sem hann sæi gálga og gæti því ekki gegnt starfinu. Annar var ráðinn til starfa en mætti aldrei til vinnu.

En nú gæti orðið breyting á því nýlega var auglýst eftir tveimur böðlum. Forseti landsins, Maithripala Sirisena vill nefnilega endurvekja dauðarefsingar á næstu vikum og því þarf böðla til starfa. Dauðarefsing liggur aðeins við fíkniefnasmygli.

Á mánudaginn var auglýst eftir tveimur „andlega sterkum“ karlmönnum á aldrinum 18 til 45 ára „með frábært siðferði“ til að gegna störfum böðla.

Fíkniefnasmygl og fíkniefnaneysla er vaxandi vandamál á Sri Lanka og það knýr forsetann til að kalla á endurupptöku dauðarefsinga. Hann hefur að sögn horft til Filippseyja í þessu sambandi en þar er gengið mjög harkalega fram gegn þeim sem eru á einhvern hátt viðriðnir fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist