En nú gæti orðið breyting á því nýlega var auglýst eftir tveimur böðlum. Forseti landsins, Maithripala Sirisena vill nefnilega endurvekja dauðarefsingar á næstu vikum og því þarf böðla til starfa. Dauðarefsing liggur aðeins við fíkniefnasmygli.
Á mánudaginn var auglýst eftir tveimur „andlega sterkum“ karlmönnum á aldrinum 18 til 45 ára „með frábært siðferði“ til að gegna störfum böðla.
Fíkniefnasmygl og fíkniefnaneysla er vaxandi vandamál á Sri Lanka og það knýr forsetann til að kalla á endurupptöku dauðarefsinga. Hann hefur að sögn horft til Filippseyja í þessu sambandi en þar er gengið mjög harkalega fram gegn þeim sem eru á einhvern hátt viðriðnir fíkniefni.