fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ótrúleg klósettvæðing Indverja – Magnað átak stjórnvalda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 05:59

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið tabú að ræða þetta mikla vandamál á Indlandi en samt sem áður var ekki hægt að leyna því. Vandinn blasti við því allir, karlar, konur og börn þurfa að hafa hægðir. En vandinn var hins vegar að svo lítið var um klósett að fólk neyddist til að gera þarfir sínar úti við. Þannig var staðan fyrir helming þjóðarinnar þar til fyrir fjórum árum.

En nú sér fyrir endann á þessum vanda. Þá ætti að linna frásögnum af ótta og vandræðagangi, sérstaklega kvenna, þeirra sem þurftu að sinna kalli náttúrunnar í skógum, ökrum, meðfram járnbrautarteinum eða á ströndum.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum var kostnaður Indlands vegna þessarar stöðu salernismála um 6 prósent af vergri þjóðarframleiðslu ár hvert. Þessi skortur gerði að verkum að margir létust ótímabærum dauða og aðrir veiktust.

Eftir kosningasigur sinn 2014 lét Narendra Modis, forsætisráðherra, til skara skríða gegn þessu vandamáli ásamt ríkisstjórn sinni. Í október það ár var átakinu Clean India hrundið af stað. Metnaðarfullt verkefni sem átti að binda enda á hægðalosun fólks úti í náttúrunni. Á næstu fimm árum átti að koma upp 111 milljón klósettum um allt land.

Verkefninu hefur miðað vel og þegar staðan var kynnt á indverska þinginu þann 5. febrúar síðastliðinn kom fram að búið væri að koma 91,6 milljónum klósetta upp. Áður en verkefnið hófst höfðu 38,7 prósent íbúa á landsbyggðinni aðgang að klósettum. Nú er hlutfallið 98 prósent.

Margar milljónir af þessum klósettum hafa verið sett upp í skúrum. Það er af trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Það þykir ekki við hæfi að hafa klósett undir sama þaki og bænaherbergi og eldhús og taldi fólk meira hrænlæti að gera þarfir sínar úti í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn