Í bílskúrnum var tígrísdýr, kvendýr. Það var í búri sem var ekki læst. Bílskúrinn var lokaður og dyrnar festar með skrúfjárni og nælonbandi að sögn lögreglunnar.
Tilkynnandinn sagðist hafa farið inn í húsið ásamt fleirum til að reykja hass og hafi þeir í fyrstu talið að þeir sæju ofsjónir þegar þeir sáu tígrísdýrið.
Lögreglan og fulltrúar dýraverndarsamtakanna BARC skutu deyfilyfi í dýrið og gátu síðan fjarlægt það úr húsinu. Dýrið var tekið í umsjá BARC og verður síðan komið í varanlegt skjól á góðum stað, væntanlega dýragarði. Ekki er vitað hver kom tígrísdýrinu fyrir í húsinu eða hvenær.