News.com.au skýrir frá þessu. Vinsældir klósettsins má rekja til þess að það var hannað af austurríska listamanninum og arkitektinum Friedensreich Hundertwasser. Verk eftir hann er að finna víða um Vínarborg og síðan er auðvitað klósettið vinsæla í Kawakawa.
Hann er þekktur fyrir að hafa ekki verið hrifinn af beinum línum og mikla litadýrð og áherslu á náttúruna. Það er einmitt þetta sem einkenni þetta vinsæla klósett.
Hundertwasser flutti til Nýja-Sjálands á áttunda áratugnum. Hann hannaði klósettið vinsæla 1999 en það er eina verkið sem hann gerði á Nýja-Sjálandi. Hann lést árið 2000, 71 árs að aldri.