The Guardian skýrir frá þessu. Það eru ástralskir vísindamenn sem voru í forystu fyrir nýju rannsókninni. Þeir hafa afhjúpað mistök í læknisfræðilegum ritum, vísindaritum, á ensku þar sem alþjóðlegar siðareglur, sem eiga að tryggja að líffæragjafar hafi samþykkt líffæragjöfina, hafi ekki verið virtar.
Einn höfunda nýju rannsóknarinnar segir að vísindaritin, vísindamenn og læknastofur sem hafa komið að þessum rannsóknum hafi notað „villimannslegar“ aðferðir til að verða sér úti um líffæri.
„Það er ekki mikill þrýstingur frá stjórnendum rannsókna um að Kínverjar eigi að sýna meira gegnsæi.“
Segir Wendy Rogers, prófessor í læknisfræðilegri siðfræði og prófessor við Macquarie háskólann í Sidney. Þarna á hún við skráningu líffæragjafa.
„Það er eins og allir segi: „Þetta er ekki á okkar ábyrgð.“ Þögn heimsins um þessa villimensku verður að stoppa.“
Vísindamennirnir rannsökuðu 445 vísindagreinar, sem birtust í enskumælandi vísindaritum, og fjölluðu um kínverska líffæraþegar frá janúar 2000 til apríl 2017. Í heildina er fjallað um 85.477 líffæragjafir í þessum greinum en í 99 prósent þeirra kom ekki fram hvort líffæragjafarnir hefðu veitt samþykki.
Kínverjar lofuðu 2015 að hætta að nota líffæri úr föngum sem eru teknir af lífi. En engin ný lög eða reglur hafa verið sett sem banna þetta.