Independent skýrir frá þessu. Annað líkið rak á land á Mae Ramphueng ströndinni sem eru um 100 km sunnan við höfuðborgina Bangkok. Ekki hafa verið borin kennsl á líkið en það er með húðflúr, á ensu, á öðrum úlnliðnum. Auk þess var greinileg skurðsár á hálsinum.
Hitt líkið fannst á annarri strönd, um 10 km frá Mae Ramphueng. Það lík var aðeins í nærbuxum.
Independent segir að lögreglan telji að maðurinn með húðflúrið hafi látist að minnsta kosti viku áður en lík hans fannst. Þá telja yfirvöld að hinn maðurinn hafi látist að minnsta kosti 10 dögum áður en hann fannst.
Sjómenn frá Prapadaeng fundu kvenmannshöfuð í sjónum í síðustu viku en líkaminn hefur ekki fundist. Lögreglan telur að öll þessi mál tengist. Það er forgangsverkefni lögreglunnar að bera kennsl á líkin en hún hefur ekki komist langt áleiðis með það verk.