fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Hann var sakaður um að hafa meitt son sinn alvarlega – Drengurinn var tekinn af foreldrunum – Þremur árum síðar komst lögreglan að hinu sanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann sat sem lamaður í bílnum. Hjartað hamaðist og hendur hans voru límdar við farsímann. Hann trúði varla því sem hann hafði heyrt. Sambýliskona hans hafði misst tveggja mánaða son þeirra í gólfið og hafði hann lenti á höfðinu. Hvernig gat þetta gerst?

Hún sagðist hafa setið með drenginn í fanginu og hafi beygt sig fram til að sækja pelann hans. Þá datt hann úr fangi hennar. Hann hafði öskrað hátt þegar hún tók hann upp og nú var hann sveigður aftur á bak eins og banani. Hvað átti hún að gera? Svar Kims var einfalt, hringdu í neyðarlínuna. Hann vissi ekki að drengurinn var með tvær heilablæðingar, önnur var margra vikna gömul.

Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um þetta mál og er óhætt að segja að það hafi vakið töluverða athygli.

Mörg óhöpp

Hann var 25 ára og hún 21 árs. Barneignir voru ekki á döfinni en það fór eins og stundum vill verða. Allt gekk vel í upphafi og drengurinn dafnaði. Kim fannst unnustan standa sig vel í umönnun drengsins, hún var nákvæmlega eins og móðir átti að vera. Hann gat ekki ímyndað sér að hún myndi vinna drengnum mein.

Læknir, sem kom með sjúkrabílnum, tók eftir því að höfuð drengsins stækkaði að þvermáli. Það gat verið lífshættulegt ef ekki var brugðist strax við með lyfjagjöf. Hann var því fluttur strax með þyrlu á Ullevål sjúkrahúsið. Röntgenmyndir sýndu að hann var með tvær heilablæðingar. Hann dvaldi í viku á sjúkrahúsinu. Aðeins nokkrum dögum eftir heimkomuna veiktist hann aftur. Hann vildi ekki borða og svaraði ekki áreiti. Hann var fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Þar sagði móðir hans læknum að annað óhapp hefði orðið heima við nokkrum vikum fyrr. Þá hefði höfuð drengsins skollið utan í kranann í sturtunni. Læknana var farið að gruna að ekki væri allt með felldu og sendu tilkynningu til barnaverndaryfirvalda.

Mynd úr safni.

Foreldrarnir fengu samt sem áður að fara heim með drenginn en áttu að mæta aftur með hann í skoðun. Kim fann að líf þeirra hafði breyst. Það leið fram í apríl og dag einn var hann í vinnu í um 250 km fjarlægð að heiman og átti að vera næstum alla vikuna. Þá hringdi síminn, drengnum leið illa og þurfti að fara með hann á sjúkrahús. Þetta var í sjötta sinn sem það þurfti að fara með hann á sjúkrahús en hann var um fjögurra mánaða þegar þarna var komið.

Þessi sjúkrahúsheimsókn breytti öllu.

Barnaverndarnefnd

Kim hélt strax heim á leið. Drengurinn var fluttur með sjúkraflugi á ríkissjúkrahúsið í Osló. Móðuramma hans var með í för. Móðir hans gat ekki farið með því hún hafði verið handtekin á heimili þeirra og færð í fangaklefa. Heimili þeirra var rannsakað hátt og lágt af sérfræðingum lögreglunnar og hald var lagt á tölvur og myndavélar. Kim og unnusta hans voru grunuð um að hafa beitt drenginn grófu ofbeldi.

Læknar á sjúkrahúsinu fundu þrjá nýjar heilablæðingar, þriggja sentimetra skurð á hnakka drengsins, marbletti á handleggjum hans og þrjú rifbein voru brotin.

Kim skildi ekki upp né niður í þessu. Hann treysti unnustu sinni og vissi að hann hafð ekki verið heima þegar drengurinn veiktist. Hann hafði verið í vinnu í öll skiptin. Foreldrarnir voru yfirheyrðir og fengu síðan að fara á sjúkrahúsið þar sem sonur þeirra átti að gangast undir aðgerð vegna áverka sinna. Læknar urðu að bora tvö göt í höfuðkúpu hans til að tappa vökva og blóði úr heila hans.

Nokkrum dögum síðar fundaði starfsfólk barnaverndaryfirvalda með Kim og unnustu hans. Aðgerðin hafði tekist vel og drengurinn var á batavegi. Kim brá mikið þegar hann fékk þau tíðindi að ákveðið hefði verið að taka drenginn af þeim.

Rannsóknin

Um miðjan apríl 2011 var drengnum komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og lögreglan hóf rannsókn á málinu. Foreldrarnir neituðu að hafa meitt hann. Kim skýrði margoft frá því að hann hefði alltaf verið í vinnu þegar drengnum var misþyrmt, að því að talið var, og lagði fram gögn þar um. Unnusta hans þvertók fyrir að hafa meitt drenginn og sagði að um óhöpp hafi verið að ræða.

Tíminn leið og drengurinn var enn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Hann var fluttur frá fósturfjölskyldunni og settur í umsjá annarrar fjölskyldu, hann var kominn í varanlegt fóstur. Lögreglan tali að foreldrar hans hefðu misþyrmt honum hrottalega.

Tíminn leið og rannsóknin hélt áfram. Leita varð álits margra sérfræðinga um áverka drengsins. Það tafði síðan rannsóknina að réttarmeinafræðingar urðu að hverfa frá henni um langa hríð til að vinna að rannsókn á fjöldamorðinu í Útey.

Norskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.

Kim og unnusta hans fóru með málið fyrir dóm til að fá leyfi til að hitta son sinn en það gekk ekki upp því enn var beðið eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar. Foreldrar Kim sóttu um að fá að taka drenginn í fóstur en án árangurs.

Árin liðu og Kim var yfirheyrður margoft en langur tími leið á milli. Á þessum tíma slitnaði upp úr sambandi hans og unnustunnar. Þau sammæltust um að Kim fengi forræði yfir drengnum ef þau fengju hann aftur. Lögmaður hans þrýsti hvað eftir annað á lögregluna um niðurstöðu í rannsókninni en án árangurs. Svarið var alltaf hið sama: Rannsókn stóð enn yfir.

Kim fannst tíminn vera að hlaupa frá honum. Sonur hans varð eldri og þetta var barátta við tímann.

Kim fékk að hitta son sinn í skamma stund vorið 2012.

Niðurstaðan

Það var ekki fyrr en sumarið 2014 að niðurstaða lögreglurannsóknarinnar lá fyrir. Kim hafði ekki gert neitt af sér. Niðurstaðan fékkst á grunni upplýsinga og gagna sem hann hafði sjálfur lagt fram um fjarveru sína vegna vinnu þegar sonurinn hlaut áverkana. Í októbert úrskurðaði þingréttur að Kim skyldi fá forræði yfir syni sínum aftur, þremur og hálfu ári eftir að hann var tekinn af foreldrum sínum. Drengurinn var orðinn tæplega fjögurra ára.

Kim óskaði þess heitt að búa með syni sínum en það varð ekki niðurstaðan. Hann taldi drengnum fyrir bestu að búa hjá fósturforeldrum sínum, hann hafði alist upp hjá þeim undanfarin ár. Þar var heimili hans, þau voru fjölskyldan hans.

„Ég gat ekki tekið hann þaðan.“

Hann varð að láta hann frá sér, það var honum fyrir bestu.

Dómurinn

Tæpum fimm árum eftir að málið kom upp var móðir drengsins dæmd í eins árs fangelsi fyrir að hafa beitt son sinn ofbeldi. Refsing hennar var vægari en ella vegna þess hversu langan tíma rannsókn málsins tók. Hún hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa unnið drengnum mein.

Lögreglan var harðlega gagnrýn í dómsorði og fundið að því hversu langan tíma rannsóknin tók. Þessi langi tími hafi orðið til þess að Kim geti ekki fengið son sinn aftur þar sem hann hafi tengst fósturforeldrum sínum svo sterkum böndum.

Kim á nú unnustu sem á son frá því áður og saman eiga þau litla dóttur. Sonur hans er byrjaður í skóla og læknar telja að hann muni ekki bera varanlegan skaða af ofbeldinu sem hann varð fyrir. Kim fær að hitta hann einu sinni í mánuði í fimm klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“