fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Sparnaður kemur Barbí á réttan kjöl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 14:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í þrjú ár hefur leikfangafyrirtækinu Mattel, sem framleiðir meðal annars Barbídúkkurnar vinsælu, tekist að koma fjárfestum á óvart með uppgjöri sínu.

Velta fyrirtækisins á fjórða fjórðungi síðasta árs var 1,52 milljarðar dollara en spáð hafði verið að hún yrði 1,44 milljarðar. Þetta þýðir að það var 20 milljón dollara hagnaður af rekstrinum en spáð hafði verið 53 milljón dollara tapi. Fjárfestar tóku þessum tíðindum vel og hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 13,9 prósent í kjölfarið.

Uppgjörið bendir til að Mattel sé á leið út úr krísunni sem gjaldþrot leikfangaverslunarkeðjunnar Toys“R“US hratt af stað 2018. Fyrirtækið spáir því að áhrifanna verði hætt að gæta á síðari helmingi þessa árs.

Þessi góða rekstrarniðurstaða náðist með miklum sparnaði en hann nam 521 milljón dollara á síðasta ári. Á þessu ári er reiknað með að sparnaðurinn skili sér í bættri afkomu upp á 650 milljónir dollara.

Þá hefur sala á Barbídúkkum aukist en söluaukningin var 12 prósent á fjórða ársfjórðungi 2018 og var salan 1,1 milljarður dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritskoðun hjá miðlum Meta – Lokuðu á og földu færslur frá samtökum sem bjóða upp á þungunarrofstöflur

Ritskoðun hjá miðlum Meta – Lokuðu á og földu færslur frá samtökum sem bjóða upp á þungunarrofstöflur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór með Elon Musk til Auschwitz og fer hörðum orðum um auðmanninn – „Siðblindingi í orðsins fyllstu merkingu“

Fór með Elon Musk til Auschwitz og fer hörðum orðum um auðmanninn – „Siðblindingi í orðsins fyllstu merkingu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi