Norska ríkisútvarpið segir að lögreglan vinni hörðum höndum að því að komast til botns í málinu sem er talið teygja sig víða um land en það kom upp í Sogn og Fjordane.
Haft er eftir Inger Beth Fosse, saksóknara, að rannsóknin hafi leitt lögregluna víða um landið.
„Ég þori ekki að segja hversu mörg fórnarlömbin eru, þeim fjölgar sífellt.“
Sagði hún.
Lögreglan telur að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunum fimm á sex ára tímabili hið minnsta. Maðurinn var handtekinn í nóvember og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann neitar sök.