fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Telja að þriðji Rússinn hafi komið að tilræðinu við Skripal-feðginin – Hafa rakið slóð hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 05:58

Yulia Skripal slapp l ásamt föður sínum eftir að rússneskir útsendarar eitruðu fyrir þeim í Lundúnum 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt umfjöllun Bellingcat vefsíðunnar kom þriðji Rússinn að morðtilræðinu við Skripal-feðginin í Salisbury á Englandi í mars á síðasta ári. Áður hefur komið fram að rússnesku hermennirnir Alexander Mishkin og Anatoliy Chepiga höfðu verið í Salisbury og eitrað fyrir feðginunum með Novichok taugaeitrinu. Það var einmitt Bellingcat sem gróf rétt nöfn þeirra upp.

Sky skýrir frá þessu. Segir að samkvæmt umfjöllun Bellingcat hafi Sergey Fedotov einnig komið að morðtilrauninni gegn Sergej Skripal sem er fyrrum rússneskur njósnari en er í ónáð í Moskvu eftir að hann gaf sig Bretum á hönd.

Bellingcat segir að Fedotov, sem er sagður vera liðsmaður leyniþjónustu hersins og noti hann falskt nafn, hafi átt að fljúga til Moskvu með Mishkin og Chepiga en hafi yfirgefið flugvélina nokkrum mínútum fyrir flugtak.

Hann flaug síðan til Moskvu frá borg á meginlandi Evrópu nokkrum dögum síðar. Fram kemur að þetta ferðalag hans líkist ferð sem hann er sagður hafa farið 2015 til Búlgaríu en þá veiktist kaupsýslumaður, tengdur vopnaiðnaðinum, skyndilega. Kaupsýslumaðurinn, Emilian Gebrev, hneig niður í móttöku í Sofíu. Læknar telja að eitrað hafi verið fyrir honum. Ekki tókst þó að greina hvaða eitur var notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2