Sky skýrir frá þessu. Segir að samkvæmt umfjöllun Bellingcat hafi Sergey Fedotov einnig komið að morðtilrauninni gegn Sergej Skripal sem er fyrrum rússneskur njósnari en er í ónáð í Moskvu eftir að hann gaf sig Bretum á hönd.
Bellingcat segir að Fedotov, sem er sagður vera liðsmaður leyniþjónustu hersins og noti hann falskt nafn, hafi átt að fljúga til Moskvu með Mishkin og Chepiga en hafi yfirgefið flugvélina nokkrum mínútum fyrir flugtak.
Hann flaug síðan til Moskvu frá borg á meginlandi Evrópu nokkrum dögum síðar. Fram kemur að þetta ferðalag hans líkist ferð sem hann er sagður hafa farið 2015 til Búlgaríu en þá veiktist kaupsýslumaður, tengdur vopnaiðnaðinum, skyndilega. Kaupsýslumaðurinn, Emilian Gebrev, hneig niður í móttöku í Sofíu. Læknar telja að eitrað hafi verið fyrir honum. Ekki tókst þó að greina hvaða eitur var notað.