fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hvar er Agnes? Dularfullt hvarf 17 ára stúlku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 18:00

Agnes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes, 17 ára, hvarf frá heimili sínu aðfaranótt 26. janúar. Sídegis þann dag sást til hennar í verslunarmiðstöð en upptaka úr eftirlitsmyndavélum sýnir að hún var í verslunarmiðstöðinni. Síðan er ekkert vitað um hana eða hvar hún getur verið. Lögreglan óttast að hún hafi ekki látið sig hverfa af sjálfsdáðum.

Agnes býr í Mora í Svíþjóð og það var þaðan sem hún hvarf fyrrgreinda nótt. Hún sást síðan í verslunarmiðstöð í Sollentuna. Aftonbladet skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að upplýsingar í málinu bendi til að hún hafi ekki látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Lögreglan hefur nú hert leitina að Agnesi og vinnur út frá þeirri kenningu að Agnesi hafi verið rænt.

Þar sem grunur leikur á að um mannrán sé að ræða hefur sú deild sænsku ríkislögreglunnar sem rannsakar alþjóðlega- og skipulagða glæpastarfsemi tekið við rannsókn þess.

Agnes er 155 sm á hæð. Hún er með axlasítt ljósbrúnt hár með ljósum lokkum. Hún er bláeygð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?