fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Þekktur ljósmyndari ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur bandarískur ljósmyndari, Robert Koester, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur konum og einni ungri stúlku. Ákæran er í 32 liðum. Hann er meðal annars ákærður fyrir nauðgun og sódómsku. Hann er sakaður um að hafa gefið fyrirsætum deyfilyf áður en hann nauðgaði þeim.

Koester starfaði í Oregon. Saksóknarar segja málið umfangsmikið og að líklega eigi fleiri fórnarlömb eftir að stíga fram. Einnig hefur verið gefin út ákæra á hendur honum í Kaliforníu fyrir 20 kynferðisbrot gegn fjórum konum í ríkinu í nóvember. Það voru þessi brot sem komu lögreglunni á sporið.

Alríkislögreglan FBI segir að Koester hafi hugsanlega stundað afbrot sem þessi frá 1994 og þar til í nóvember á síðasta ári. Borin hafa verið kennsl á fórnarlömb hans um allt land.

Koester er sagður hafa lokkað fyrirsætur úr öðrum ríkjum til sín í Oregon þar sem hann gaf þeim deyfilyf og nauðgaði. Lögreglan fann mikið af myndefni á heimili hans og er enn að skoða það og reyna að bera kennsl á fórnarlömbin.

Koester hefur starfað sem ljósmyndari síðan í byrjun tíunda áratugarins og notuðu margar þekktar umboðsskrifstofur þjónustu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá