Þetta gerðist í sundlauginni í Viborg á Jótlandi í Danmörku. Lögreglan brást skjótt við að sögn Viborg Folkeblad og mætti fljótlega á staðinn. Þá var annar maðurinn á bak og burtu en hinn slapp ekki undan laganna vörðum.
Þar var 33 ára maður á ferð og hefur hann verið kærður fyrir blygðunarsemisbrot. Lögreglan vonast til að hafa uppi á hinum manninum með aðstoð upptaka úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar. Hann á einnig von á að verða kærður fyrir blygðunarsemisbrot.
Joan Kjær Andersen, yfirsundlaugarvörður, sagðist reið yfir þessu framferði mannanna.
„Þetta er óviðeigandi á almannafæri. Hér á fólk að geta verið án þess að það sé sært svo þetta er auðvitað eitthvað sem við getum ekki samþykkt hér. Þetta gerist sem betur fer ekki svo oft.“
Að vonum er óheimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar í búningsklefum sundlaugarinnar og því hefur verið gripið til þess ráðs að auka viðveru starfsfólks í búningsklefunum á næstunni.