Hugsanlega telja sumir að faraldrar á borð við þennan heyri sögunni til og taki hættuna því ekki alvarlega.
Lítill bær, nærri Portland í Oregon, hefur vakið sérstaka athygli bandarískra heilbrigðisyfirvalda en þar er óvenjulega hátt hlutfall foreldra sem eru mótfallnir bólusetningum. Það hafa komið fram sjónarmið í gegnum tíðina um að bólusetningar geti haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér, þar á meðal einhverfu, en niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt að engin tengsl eru þar á milli.
En þetta hefur ekki slegið alla út af laginu og andstöðuhópar við bólusetningar hafa heldur sótt í sig veðrið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett andstöðuna við bólusetningar á topp tíu lista sinn yfir mestu hætturnar sem steðja að heilbrigði mannkyns á þessu ári.