Interfax segir að yfirvöldum í Moskvu hafi borist tæplega 300 sprengjuhótanir í gær og hafi þurft að gera um 50.000 manns að yfirgefa byggingar í borginni. RIA Novosti segir að hótununum hafi verið beint gegn 130 byggingum í borginni. Engar sprengjur fundust.
Þetta var hápunkturinn á miklum fjölda sprengjuhótana undanfarna daga. Svipuð holskefla hótana skall á Rússlandi 2017 og hafði töluverð áhrif á efnahag landsins. Þá héldu margir rússneskir fjölmiðlar því fram að nágrannarnir í Úkraínu stæðu að baki hótununum og gerðu það í hefndarskyni fyrir innlimun Krímskaga í Rússland 2014.
Í september 2017 þurftu 100.000 manns að yfirgefa ýmsar byggingar í Rússlandi vegna sprengjuhótana í 20 borgum.