fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Slæmar fréttir frá forstjóra Interpol

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 17:30

Jürgen Stock. Mynd:Interpol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er langt síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir að sigur hefði unnist á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. En Jürgen Stock, forstjóri alþjóðalögreglunnar Interpol er ekki sammála Trump í þessu máli.

„Hættan er enn mikil og staðan er flókin. Hættan er enn alþjóðlegri en nokkru sinni.“

Sagði hann í samtali við NBC News.

Trump lýsti yfir sigri í baráttunni við Íslamska ríkið fyrir jól og tilkynnti um leið að hersveitir Bandaríkjanna verði kallaðar heim frá Sýrlandi. Þetta hefur farið illa í marga bandamenn Bandaríkjanna sem hafa áhyggjur af að nú muni hryðjuverkasamtökin hafa frjálsar hendur og geti byggt sig upp á nýjan leik.

Stock er sama sinnis og segist hafa áhyggjur af vígamönnum samtakanna sem hafa snúið aftur heim. Margir þeirra séu bardagareyndir og kunni að búa til sprengjur sem sé hægt að nota til hryðjuverkaárása. Þá hefur hann einnig áhyggjur af öllum liðsmönnum Íslamska ríkisins sem eru í haldi í Sýrlandi og segir að það þurfi að fara vel ofan í saumana á máli hvers og eins áður en þeim er sleppt.

Hann bendir á að erlendir hryðjuverkamenn, frá meira en 100 löndum, hafi tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi og Írak og því sé Íslamska ríkið með stórt og mikið tengslanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið