Eldurinn kom upp í átta hæða húsi í sextánda hverfi í nótt. Hverfið er vinsælt meðal ferðamanna og þar eru margar verslanir og veitingastaðir. Auk þeirra sem létust slasaðist einn alvarlega og 27 til viðbótar, þar af þrír slökkviliðsmenn, voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.
Íbúar í húsinu höfðu sumir flúið upp á þak eða út um glugga og þurftu slökkviliðsmenn að bjarga fjölmörgum sem voru fastir uppi á þaki eða á gluggasyllum.
200 slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi að berjast við eldinn að sögn Sky.
Lögreglan telur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Kona hefur verið handtekin grunuð um að hafa kveikt í húsinu að sögn Sky.